spot_img
HomeFréttirValskonur skelltu Njarðvík

Valskonur skelltu Njarðvík

Valskonur tóku sig til og kjöldrógu Njarðvíkinga 95-56 í Domino´s deild kvenna í dag þegar 14. umferð lauk. Þá komst Reynir Sandgerði í 8-liða úrslit Poweradebikarkeppni karla með 66-74 sigri á Augnablik.
 
Valskonur skyldu Njarðvíkinga eftir í reyk þegar þær unnu annan leikhluta 27-7 og var eftirleikurinn auðveldur.
 
 
Valur-Njarðvík 95-56 (23-17, 27-7, 25-12, 20-20)
 
Valur: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/6 fráköst, Alberta Auguste 12/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 5, Kristín Óladóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 0, María Björnsdóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.
 
Njarðvík: Lele Hardy 19/11 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Ína María Einarsdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Aníta Carter Kristmundsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0.
 
 
Reynismenn úr Sandgerði urðu svo annað liðið í dag til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar er þeir lögðu Augnablik 66-74. Valsmenn eru einnig komnir áfram í 8-liða úrslit en 16-liða úrslitin halda áfram á morgun og lýkur svo á mánudag.

Augnablik-Reynir S. 66-74 (11-14, 16-21, 19-25, 20-14)

Augnablik: Leifur Steinn Árnason 23/11 fráköst, Birkir Guðlaugsson 19, Lúðvík Bjarnason 13/5 fráköst/3 varin skot, Sigurður Samik Davidsen 7/12 fráköst/3 varin skot, Kristján T. Friðriksson 2, Davíð Þór Þorsteinsson 2, Jónas Pétur Ólason 0, Hlynur Auðunsson 0, Heimir Snær Jónsson 0/4 fráköst. 

Reynir S.: Guðmundur Auðunn Gunnarsson 29/6 fráköst, Reggie Dupree 14/4 fráköst/9 stoðsendingar/6 stolnir, Egill Birgisson 8/9 fráköst, Alfreð Elíasson 8, Ólafur Geir Jónsson 8/9 fráköst/5 stoðsendingar, Eyþór Pétursson 5/4 fráköst, Elvar Þór Sigurjónsson 2/8 fráköst, Halldór Theódórsson 0, Hinrik Albertsson 0, Eðvald Freyr Ómarsson 0, Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson 0, Bjarni Freyr Rúnarsson 0. 

 
Mynd/ Torfi Magnússon: Unnur Lára Ásgeirsdóttir sækir að Njarðvíkingum í Vodafonehöllinni í dag.  
Fréttir
- Auglýsing -