spot_img
HomeFréttirSnæfell áfram eftir sterkari vörn í lokin

Snæfell áfram eftir sterkari vörn í lokin

Taka tvö í Stykkishólmi á milli Snæfells og Þórs en núna í Poweradebikarnum og sannkallaður stórleikur í 16 liða í úrslitunum.
 
Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Asim McQueen, Pálmi Freyr, Hafþór Ingi, Jay Threatt.
Þór Þ: Ben Curtis Smith, Guðmundur Jónsson, Darri Hilmarsson, Grétar Ingi, David Bernard Jackson.
 
 
Liðin byrjuðu bæði á betri fætinum í dag og var jafnræði með þeim í upphafi og voru þau jöfn um miðjan fyrsta hluta 9-9 og svo 11-11. Allir voru samtaka í liðunum og virtust engir einn eða tveir draga sín lið áfram. Engin meiriháttar hraði var í sóknum liðanna og varnarleikur beggja einbeittur. Þórsarar voru einbeittari þegar líða tók á fyrsta fjórðung og kom Guðmundur þeim í 18-26 með góðum þrist. Jay Threatt var þó ákveðinn og náði aðeins að kroppa Snæfell nær en staðan eftir fyrsta hluta 25-30 fyrir Þór.
 
 
David Jackson sveiflaði olboganum með stæl og Nonni Mæju fékk stærðar skurð á enni og þurfti að fara alblóðugur til aðhlynnigar en kom aftur eftir tjasl. Ótrúlegt að ekki hafi verið flautað á þetta. Þórsarar leiddu með 3-5 stigum í öðrum hluta þar til Snæfell jafnaði 42-42 og komst yfir 44-42. Þar var sterkur leikur Asim McQueen, Jay Threatt og Ólafs Torfa sem skópu þann kafla en hjá Þór voru Grétar Ingi, David Jackson og Ben Smith að halda þeim við efnið og innkoma Darrel Flake á var góð. Gott skor í hálfleik 50-50.
 
 
Asim McQueen var kominn með 16 stig og 7 fráköst fyrir Snæfell og var gríðalega drjúgur í teignum og Jay Threatt var kominn með 11 stig. Ben C. Smith var kominn með 13 stig fyrir Þór en þeir Darrel Flake og Grétar Ingi voru komnir með 9 stig hvor.
 
 
Liðin voru aftur að keyra á jöfnum leik og að segja til um hvort liðið tæki af skarið var frekar mikil bjartsýni. Staðan 58-56 fyrir Snæfell um miðjan þriðja hluta og liðin að spila hörkuvörn. Eitthvað var grafna lambið úr Brokey að standa með Sveini Arnari frá því kvöldið áður og smellti hann niður tveimur mikilvægum þristum sem kom Snæfelli svo í 70-64 en Þórsarar létu Snæfell ekki rífa sig og langt frá sér og staðan því 72-68 eftir þriðja hluta.
 
 
Þórsrar þyngdust í sóknum sínum og voru að detta niður um gír þegar Snæfell komst í 82-74 og virtust halda varnarleiknum vel vakandi. Pálmi Freyr setti þrjú fyrir 85-76 og var spila glymrandi vörn. Benjamin Smith og David Jackson virtust með mestu lífmarki hjá Þór en vantaði fleiri með. 88-83 var staðan fyrir Snæfell þegar mínúta var eftir af leiknum og spennustigið að hækka. Það voru Þórsarar sem slökuðu á þessum leik líkt og Snæfell gerðu í deildarleiknum fyrir nokkrum dögum sem gaf heimamönnum forskotið og töggurnar í klára leikinn 91-83. Snæfell er þá áfram í 8 liða úrslit Poweradebikars karla.
 
 
Snæfell: Jay Threatt 27/4 frák/10 stoðs. Asim McQueen 21/12 frák. Jón Ólafur 11. Ólafur Torfason 9/3 frák. Sveinn Arnar 9. Pálmi Freyr 7/5 frák. Hafþór Ingi 7. Stefán Karel 0. Sigurður Þorvaldsson 0. Tinni Guðmundsson 0. Kristófer Sævarsson 0. Óttar Sigurðsson 0.
 
 
Þór: David B Jackson 23/4 frák. Benjamin C Smith 22/4 frák/6 stoðs. Darrel Flake 16/8 frák. Grétar Ingi 9/3 frák. Guðmundur Jónsson 5/6 stoðs. Darri Hilmarsson 5/6 frák /4 stoðs. Baldur Þór 3. Davíð Arnar 0. Emil Karel 0. Halldór Garðar 0.
 
 
Gleðilega hátíð og allir hressir á nýju ári.
Símon B. Hjaltalín  
Fréttir
- Auglýsing -