Grindvíkingar lentu í hörkuslag gegn Fjölni í 16-liða úrslitum karla í Poweradebikarnum. Við biðjumst velvirðingar á því hversu seint umfjöllunin birtist en hér er hún þó engu að síður.
Byrjunarlið Grindavíkur: Jóhann Árni Ólafsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Þorleifur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Byrjunarlið Fjölnis: Jón Sverrisson, Sylvester Cheston Spicer, Gunnar Ólafsson, Tómas Heiðar Tómasson og Arnþór Freyr Guðmundsson
Grindavík virtist ekki tilbúið í leikinn í 1. leikhluta. En Fjölnismenn voru komnir í 0-6 þegar rétt undir 3 mínútur voru búnar af leikhlutanum. Grindvíkingar áttu erfitt með að stoppa Fjölnismenn undir körfunni. Sylvester Cheston Spicer var með 7 stig og Jón Sverrisson 8 stig í leikhlutanum. Sigurði Gunnari Þorsteinssyni var skipt út fyrir Ómar Örn Sævarsson þegar einungis 3 mínútur voru búnar þar sem hann var kominn með tvær villur. Jón Sverrisson virtist einnig ætla að lenda í villuvandræðum en hann var kominn með 3 þegar leikhlutanum lauk. Grindvíkingar eltu Fjölnismenn allan leikhlutann þó komst Fjölnir ekki í meira en 6 stigum yfir. Grindavík náði að minnka muninn í eitt stig á seinustu tveimur mínútunum og var staðan var 20-21 Fjölni í vil.
2. leikhluti var mjög jafn og skiptust liðin á að vera yfir. Samuel Zeglinski og Aaron Broussard virtust komast í gang og settu þeir 8 og 10 stig fyrir Grindavík en eftir mikla skotsýningu í Dalshúsum á fimmtudaginn virtist Samuel ekki komast á rétt skrið. Fyrstu stigin frá honum komu eftir 15 mínútna leik. Grindavík komst fyrst yfir þegar fjórar mínútur voru búnar af 2. leikhluta 35-34. Leikhlutinn endaði í stöðunni 54-49 eftir 6 stiga ,,run” Grindvíkinga.
Í hálfleik var Aaron Broussard stigahæstur fyrir Grindvíkinga með 16 stig og Sylvester Cheston Spice stigahæstur með 14 stig fyrir Fjölni. En Jón Sverrisson hafði tekið 10 fráköst í fyrri hálfleik fyrir Fjölni.
Í þriðja leikhluta virtust Grindvíkingar heldur betur vakna til leiks og komust 13 stigum yfir. Því var ekki mikið um spennuna í leikhlutanum. Grindvíkingar virtust ná að halda Sylvester Cheston Spicer í skefjum og skoraði hann einungis 2 stig í leikhlutanum. Jón Sverrisson steig þó upp í staðinn og gerði 10 stig fyrir Fjölni. Jóhann Árni hafði ekki verið að finna sig í leiknum en virtist hrökkva í gang og skoraði 9 stig fyrir Grindavík ásamt því að Aaron Broussard var með 11 stig. Leikhlutinn endaði því í 81-70 Grindavík í vil.
Fjölnismenn voru ekki búnir að gefast upp í 4. leikhluta þrátt fyrir að vera komnir 11 stigum undir og hafa átt lélegan leikhluta í þeim þriðja. Þeir komu sterkir til baka og áttu fyrstu 5 stig leikhlutans. Náðu að jafna þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum með vítaskoti frá Sylvester Cheston Spicer. Staðan var þá orðin 84-84. Komust þó ekki strax yfir. Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk sína 5 villu þegar rúmar 3 mínútur voru eftir. Fjölnismenn komust yfir þegar mínúta var eftir af leiknum 96-97.Grindavík var í sókn og hitti Jóhann Árni Ólafsson ekki úr 3 stiga skoti en þrátt fyrir að Grindvíkingar náðu frákastinu stal Tómas Heiðar Tómasson boltanum af Aaron Broussard. Eftir mikla baráttu datt Paul Anthony Williams útaf með boltann og Grindavík hafði því tækifæri á ný til þess að komast yfir. Aaron Broussard setti niður þrist fyrir Grindvíkinga og komust þeir í 99-97. Fjölnismenn tóku til þess ráðs að brjóta og eftir aðra villuna á þeirra sóknarhelmingi var Grindavík komið í bónus. Þorleifur setti vítinn örugglega ofan í og var staðan orðin 101-97 og 8 sekúndur eftir. Þegar 7 sekúndur voru eftir af leikhlutanum braut Jóhann Árni Ólafsson á Paul Anthony Williams og steig hann á vítalínuna. Hann setti fyrra vítið ofan í og náði Arnþór Freyr Guðmundsson sóknarfrákastinu og staðan því orðin 101-98 og höfðu þeir tækifæri til þess að setja niður þrist. Þeir fengu þrjár tilraunir þar sem ekki var næg barátta í Grindvíkingum. Fyrst var það Arnþór Freyr Guðmundsson sem gerði tilraun þá Paul Anthony Williams og síðast Tómas Heiðar Tómasson en ekkert af þessum skotum duttu ofan í og því endaði leikurinn 101-98 Grindavík í vil.
Samuel Zeglinski virtist ekki detta í gang hjá Grindvíkingum en Aaron Broussard átti flottan leik. Sigurður Gunnar Þorsteinsson lennti snemma í villuvandræðum og spilaði einungis 18 mínútur í leiknum.
Jón Sverrisson átti stórleik fyrir Fjölni og átti Grindavík í erfiðleikum með að stoppa hann og Sylvester Cheston Spicer undir körfunni. Þegar Grindvíkingar virtust ætla að stöðva þá þar brenndu Fjölnismenn Grindvíkinga fyrir utan. Arnþór Freyr Guðmundsson var með 4 þrista og Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti þrjá.
Stigahæstur hjá Grindavík var Aaron Broussard með 36 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson setti niður 14 stig og var með 7 fráköst. Samuel Zeglinski var með 13 stig og 9 stoðsendingar. Ómar Örn Sævarsson og Þorleifur Ólafsson voru báðir með 11 stig en Ómar var einnig með 10 fráköst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 10 stig, 7 fráköst og 5 villur.
Stigahæstur hjá Fjölni var Jón Sverrisson en hann átti stórglæsilegan leik fyrir Fjölni var með 24 stig og 18 fráköst. Arnþór Freyr Guðmundsson var með 20 stig. Sylvester Cheston Spicer var með 19 stig en 14 af þeim komu í fyrri hálfleik ásamt 14 fráköstum. En hann var einnig með 10 tapaða bolta. Paul Anthony Williams var með 16 stig og 8 fráköst.
Umfjöllun/ Jenný Ósk