spot_img
HomeFréttirBulls tóku Boston

Bulls tóku Boston

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls lögðu Boston og Lakers rétt slapp með sigur í Staples Center og færðu þar með Charlotte Bobcats sinn tólfta ósigur í röð.
 
Chicago Bulls 100-89 Boston Celtics
Boston tapaði sínum fimmta leik í röð á útivelli gegn Bulls í nótt. Carlos Boozer og Luol Deng voru stigahæstir í liði Bulls með 21 stig og Boozer aukalega með 12 fráköst. Joakim Noah landaði myndarlegri þrennu í leiknum með 11 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Hjá Boston var Rajon Rondo með 26 stig og 8 stoðsendingar og Paul Pierce var með 16 stig.
 
LA Lakers 101-100 Charlotte Bobcats
Liðsmönnum Bobcats er fyrirmunað að vinna leiki í NBA deildinni eftir þokkalega byrjun. Nú eru tapleikirnir orðnir 12 í röð. Kemba Walker reyndi þó sitt fyrir strákana hans Jordan og skoraði 28 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 30 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Bobcats fengu nokkur góð tækifæri til þess að stela sigrinum en Lakers hélt út og fagnaði sigri.
 
 
 
Úrslit næturinnar
 

FINAL
 
7:00 PM ET
ATL
100
WAS
95
28 24 20 18
 
 
 
 
 
22 24 23 21
100
95
Overtime
 
Highlights
 
FINAL
 
7:00 PM ET
TOR
113
CLE
99
22 27 29 35
 
 
Fréttir
- Auglýsing -