Söfnunin hjá Körfunattleiksdeild Njarðvíkur fyrir góðgerðarleik félagsins næstkomandi föstudag gengur vonum framar. Nettó og Hagkaup hafa lagt félaginu lið með myndarlegum styrkjum sem renna í líknarsjóð Njarðvíkurkirkju. Karfan.is ræddi við Davíð Pál Viðarsson stjórnarmann hjá KKD UMFN vegna leiksins á föstudag en búist er við fjölmenni.
,,Við erum óendanlega þakklát þessum fyrirtækjum að taka þátt í þessu með okkur. Þeir sem starfa í félagsstörfum íþróttarfélaga þekkja það að þetta er mikið hark og vinna að safna saman peningum til að halda rekstrinum gangandi. Það er verið að herja á fyrirtæki með styrkveitingar og við erum t.d mikið búnir að selja fólki hina ýmsa neysluvörur í fjáröflunarskyni. Með þessum góðgerðarleik þá erum við að koma til móts við samfélagið okkar og láta gott af okkur leiða. Okkur finnst það vera brýnt á tímum sem þessum og á sama tíma erum við að efla okkar félag og umgjörð. Við hvetjum sem flesta að leggja þessu málefni lið hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar. Fyllum Ljónagryfjuna á föstudagskvöld og styðjum við gott málefni. Það er hætt við því að þetta sé síðasti séns að sjá suma af okkar skærustu stjörnum í sögunni á ferðinni í Ljónagryfjunni,” sagði Davíð Páll.
Líknarsjóður Njarðvíkurkirkna mun fá ágóða leiksins óskiptann en á meðal þess sem hægt verður að gera til að styrkja málefnið er að kaupa sér sæti í þriggja stiga keppninni og þar verður að finna engar smá bombur eins og Teit Örlygsson, bróðir hans Gunnar Örlygsson og Jeb Ivey. Nánar um þriggja stiga keppnina hér.