Öllum gömlum og nýjum Þórsurum er boðið á stórglæsilegt árgangamót Þórs í körfubolta – en vonir standa til að gera þetta að árvissum viðburði. Raðað verður í lið eftir árgöngum, ef ekki næst í lið verður árgöngum skeytt saman. Keppt verður í Síðuskóla og fjöldi leikja fer eftir skráningu. Hvert lið fær um 4-5 leiki. Hver leikur verður 2×12 mínútur með engu stoppi.
Mótið hefst kl. 12:00 á risa Stingerkeppni, þar sem vegleg verðlaun verða í boði en síðan verður spilað fram eftir degi. Flott verðlaun verða fyrir sigurliðið, kynþokkafyllsta liðið og MVP mótsins. Eftir mót verður lokahóf í Hamri, félagsheimili Þórs, þar sem meðal annars verður boðið upp á hinar landsfrægu Greifapítsur.
Þátttökugjald í árgangamótinu er 2500 kr og í Stinger keppnina 500 krónur, sem greiddar eru á staðnum.
Skv. Facebook hafa um 40 manns boðað komu sína, þar á meðal nokkrar stórar kannónur eins og sjálfur kötturinn Davíð K. Hreiðarsson, hr. Norðurland Magnús Helgason og Íslandsmeistarinn Hrafn Kristjánsson. Vonir standa til að þátttaka þessara glæsimanna fái “gamlar” hetjur eins og Óðalsbóndann Óðinn Ásgeirsson, Sigurð Grétar “Sörensen” Sigurðsson og sjálfa stálmúsina Konráð Óskarsson til að dusta rykið af skónum!
Skráning á árgangamótið: [email protected]