Miami Heat mættu í heimsókn til Dallas í nótt og unnu nokkuð sannfærandi sigur gegn heimamönnum. 110:95 lokastaða leiksins þar sem að Lebron James nokkur sallaði 24 punktum og hirti 9 fráköst fyrir Miami. Restin af þríhöfðaskrímsli þeirra Miami (Wade-Bosh) voru svo með sín 19 (Wade) og 17 (Bosh) stig. Hjá Dallas komust 6 leikmenn í tveggja stafa tölu í skorun, en það dugði skammt. Jae Crowder nýliðinn frá Marquette setti 15 stig og var þeirra stigahæðstur.
Minnesota gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Oklahoma Thunder en Oklahoma hafði verið á 12 leikja sigurhrinu áður en þeir mættu til Minnesota. Durant og Westbrook með sín sitthvort 30 stigin dugðu ekki að þessu sinni. Kevin Love maður þessa leiks með 28 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Ofaní það bætti Svartfellingurinn og Íslandsvinurinn Nicola Pekovic 24 stigum og reif 10 fráköst. Ricky Rubio hafði svo hægt um sig í sínum öðrum leik úr meiðslum.
Loks sigruðu Portland gesti sína frá Denver 101:93