Fjölnismenn hafa ráðið til sín Christopher Smith og Isaac Miles en þeir létu Sylvester Spicer og Paul Williams fara á dögunum. Smith snýr því aftur á klakann en Miles yfirgefur herbúðir ÍR en Breiðhyltingar réðu hann fram að áramótum.
Christopher Smith sást fyrir nokkru á landinu og er nú kominn með lið en hann hefur áður leikið með Fjölni sem og Njarðvík og Haukum. Isaac Miles hóf leiktíðina hjá Tindastól, gekk svo í raðir ÍR og er nú að hefja veru sína hjá þriðja úrvalsdeildarliðinu þegar hann mætir í Dalhúsin í Grafarvogi.
Fjölnir er um þessar mundir í 8. sæti Domino´s deildarinnar með 8 stig og mætir Stjörnunni í Garðabæ þann 4. janúar næstkomandi þegar úrvalsdeildin hefur göngu sína á ný.
Mynd/ [email protected] – Chris Smith með Haukum gegn Njarðvík á síðasta tímabili.