spot_img
HomeFréttirDomino´s deild kvenna hefst aftur 5. janúar

Domino´s deild kvenna hefst aftur 5. janúar

Keppni í Domino´s deild kvenna hefst aftur 5. janúar næstkomandi en þá verður heil umferð. Fátt ef nokkuð virðist geta stöðvað Keflvíkinga um þessar mundir en þeir hafa unnið alla 14 deildarleiki sína.
 
Fyrsta umferðin á árinu 2013 lítur svona út:
 
Snæfell-Valur
Njarðvík-Fjölnir
Grindavík-KR
Keflavík-Haukar
 
Ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í dag myndu Keflavík, Snæfell, KR og Valur skipa hana. Haukar, Grindavík og Njarðvík myndu sitja eftir og Fjölnir myndi falla í 1. deild kvenna. Enn eru þó 28 stig eftir í pottinum hjá hverju liði, 14 umferðir liðnar og 14 umferðir eftir.
 
Keflvíkingar hafa ekki látið neinn bilbug á sér finna, hafa unnið þessa ,,ljótu” leiki eins og oft er talað um og fátt sem bendir til annars en að þær verði deildarmeistarar og hafi þ.a.l. heimaleikjaréttinn út alla úrslitakeppnina. Mikið þarf að koma til hjá öðrum liðum ætli þau sér ekki að láta það gerast, til að mynda er liðið í 2. sæti deildarinnar, Snæfell, búið að tapa báðum leikjum sínum gegn Keflavík og til þess að Snæfell komist upp fyrir toppliðið þarf Sigurður Ingimundarson að fara að sjá fram á allnokkra ósigra. Í dag er það bara alls ekkert svo líklegt því Snæfell yrði þá einnig að treysta því að vinna næstu tvo leiki gegn Keflavík í deild og treysta á að Keflavík færi að tapa stigum víðar í deildinni. Langsótt um þessar mundir.
 
Þó heil 24 stig skilji að botninn og toppinn í deildinni þá lentu Keflavíkingar t.d. í töluverðu basli á heimavelli gegn Fjölni og deildin hefur sýnt okkur það að ekki er á vísan að róa í leikjunum. Spennan verður mikil í deildinni við topp, miðju og botn og ljóst að leikirnir eftir áramót verða rándýrir.
 
Staðan í deildinni
  
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Keflavík 14/0 28
2. Snæfell 11/3 22
3. KR 9/5 18
4. Valur 7/7 14
5. Haukar 6/8 12
6. Grindavík 4/10 8
7. Njarðvík 3/11 6
8. Fjölnir 2/12 4
 
Mynd/ Eyþór Benediktsson: Frá viðureign Snæfells og Keflavíkur í Stykkishólmi fyrr á þessu tímabili. Hildur Björg Kjartansdóttir er til varnar gegn Söru Rún Hinriksdóttur.
Fréttir
- Auglýsing -