Fjölnismenn hafa orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku því Jón Sverrisson verður frá boltanum næsta árið eða svo. Jón meiddist í leik með Fjölni gegn Stjörnunni. Síðar það kvöld var talið að betur hefði farið en á horfðist, sú reyndist raunin því miður ekki vera.
Á Facebook-síðu sinni í dag greinir Jón frá eftirfarandi: ,,Slitið krossband, slitið liðband, sprunga í hnéskel og marið brjósk sem mun ÞVÍ MIÐUR halda mér frá körfuboltavellinum næsta árið eða svo,” segir Jón á Facebook.
Jón er einn af lykilleikmönnum Fjölnis sem nú situr í 9. sæti deildarinnar með 8 stig og munu vafalítið sakna þessa sterka leikmanns sárt.
Mynd/ nbaisland.blogspot.com