spot_img
HomeFréttirNáðugt hjá Keflavík í eitt sinn Röstinni

Náðugt hjá Keflavík í eitt sinn Röstinni

Topplið Keflavíikur jafnaði sig fljótt á sínu fyrsta deildartapi í Domino´s deild kvenna í gær með því að rassskella Grindavík í íþróttahúsi fyrrum þekkt sem Röstin. Lokatölur 57-83 Keflavík í vil.
 
Byrjunarlið Grindavíkur: Berglind Anna Magnúsdóttir, Crystal Smith, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, Helga Rut Hallgrímsdóttir og Petrúnella Skúladóttir. 
Byrjunarlið Keflavíkur: Sara Rún Hinriksdóttir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir,Bryndís Guðmundsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins.  
 
Grindavík virtist ætla að halda í við Keflavík í fyrsta leikhluta. Liðin voru jöfn allan leikhlutann og endaði hann í 18-17 Grindavík í vil. Svo virtist sem Pálína ætlaði að komast upp með hvað sem er í þessum leikhluta að mati áhorfenda og voru þeir ekki sáttir. En Crystal Smith sveif um loftið og blockaði 3 skot í leiknum og þar af 2 í fyrsta leikhluta. Eitt af þeim var svakalegt ef svo mætti til orða komast. 
 
Á 2 mínútu annars leikhluta var eins og Grindavík hafi hætt að spila. Keflvíkingar settu niður þrjá þrista og silgdu frammúr og eftir það var þetta unninn leikur fyrir þeim. Keflvíkingar höfðu því unnið leikhlutann með 31 stigi gegn 8 stigum Grindvíkinga. Leikhlutinn endaði 26-48 Keflavík í vil.
 
Í þriðja leikhluta missti Grindavík út einn af sínum lykilleikmönnum. Helga Rut Hallgrímsdóttir snéri sig þegar 5 mínútur voru búnar af leikhlutanum og kom ekki meira við sögu í þessum leik, leit ekki út fyrir að vera alvarlegt en var hún á bekknum með kælipoka. Þriðji leikhluti endaði 45-69 Keflavík í vil. Því höfðu þær einungis bætt stigamuninn um tvö stig. Hægt er að segja að leikhlutinn hafi því verið mjög jafn. 
 
Í fjórða leikhluta var sama sagan. Keflvíkingar juku ekki forskotið en þó voru Grindavíkurstelpur ekki að sýna sitt besta. Leikurinn endaði í tölunum 57-83. Keflvíkingar unnu því með 26 stiga mun. 
 
Hægt er að segja að Keflavík hafi unnið leikinn í 2. leikhluta. Ekki var hægt að sjá sömu baráttu í Grindavíkurstelpunum og á móti KR.  Þær byrjuðu leikinn vel en þegar Keflavík náði þremur þristum í röð í öðrum leikhluta var eins og þær hafi gefist upp. Þær spiluðu því restina af leiknum undir getu. 
 
Stigahæst fyrir Grindavík var Crystal Smith með 21 stig og 5 fráköst. Harpa Rakel Hallgrímsdóttir var með 12 stig og 9 fráköst. 
 
Stigahæstar fyrir Keflavík voru Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig og 10 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir með 16 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Pálína Gunnlaugsdóttir var með 15 stig og Jessica Ann Jenkins með 13 stig og 10 fráköst.
 
Umfjöllun og mynd/ Jenný Ósk 
Fréttir
- Auglýsing -