Fjölnir lagði Selfoss með níu stigum í kvöld í fyrstu deild karla, 104-95. Eftir leikinn er Fjölnir í 4. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Selfoss er í 6. sætinu með 22 stig.
Fjölnir Tv ræddi við Rafn Kristján Kristjánsson leikmann Fjölnis eftir leik í Dalhúsum. Rafn skilaði flottu framlagi fyrir Fjölni í kvöld, 23 stigum og 7 fráköstum.