spot_img
HomeFréttirGuðjón Smári leysir Sigurð Elvar af á Skaganum

Guðjón Smári leysir Sigurð Elvar af á Skaganum

Skagamenn taka á móti Reyni Sandgerði í 1. deild karla í kvöld. Skagamenn eru án þjálfara síns þessi dægri en hann, Sigurður Elvar Þórólfsson, er staddur á Spáni vegna vinnu sinnar en þar fylgir hann eftir íslenska handknattleikslandsliðinu sem tekur þátt í Heimsmeistaramótinu. Guðjón Smári Guðmundsson hleypur í skarðið fyrir Sigurð Elvar á meðan en þetta staðfesti Hannibal Hauksson við Karfan.is í dag en hann er formaður KKD ÍA.
 
,,Guðjón Smári verður liðsstjóri hjá okkur í kvöld. Hann var ráðinn reyndar aðstoðarþjálfari hjá okkur núna um áramótin og verður hægri hönd Elvars út tímabilið. Hann mun stjórna æfingum og þjálfun þann hluta janúar sem Elvar verður með handboltanum á Spáni. Guðjón er Skagastrákur sem hefur spilað með okkur undanfarin ár en hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða,” sagði Hannibal.
 
Mynd úr safni/ [email protected] 
Fréttir
- Auglýsing -