spot_img
HomeFréttirByssurnar heitari í 1. deild

Byssurnar heitari í 1. deild

FSu lagði Hamar í 1. deild karla í gærkvöldi og settu þá niður 17 þrista og jöfnuðu þar með met Hattar frá Egilsstöðum sem einnig hafa sett niður 17 þrista í einum og sama leiknum í 1. deild þetta tímabilið. Menn eru umtalsvert myndarlegri á því fyrir utan þriggja stiga línuna í 1. deild heldur en í Domino´s deildinni.
 
Flestir þristar í einum leik í Domino´s deildinni þetta tímabilið eru 15 en bæði Grindavík og Snæfell hafa náð þeim áfanga, Grindavík þegar þeir lögðu Snæfell og Snæfell þegar þeir lögðu KR í DHL Höllinni.
 
Í gær seti FSu niður 17 þrista í 30 tilraunum en Höttur gerði 17 þrista í 37 tilraunum svo í raun er um nýtt met að ræða hjá FSu þar sem þeir jöfnuðu met Hattar en gerðu það með betri nýtingu eða 57% þriggja stiga nýtingu og það er ekkert slor.
 
Mynd/ Hermann Snorri – FSu sendir af stað einn af þrjátíu þristum sínum í gærkvöldi.
  
Fréttir
- Auglýsing -