spot_img
HomeFréttirHaukar með þægilegan sigur á Hetti

Haukar með þægilegan sigur á Hetti

Haukar unnu þægilegan 20 stiga sigur á liði Hattar þegar liðin mættust í 1. deildinni í Schenker-höllinni í gærkvöld. Austin Magnús Bracey var sjóðandi í fyrsta leikhluta og setti niður 14 af 16 stigum Hattar í leikhlutanum og Haukar frumsýndu nýjan erlendan leikmann, Terrence Watson.
 
Það var alveg ljóst hvaða verkefni Haukapiltum var sett fyrir leikinn en það var að hægja á Austin Bracey. Hann var pressaður hátt á velli og en þrátt fyrir það var hann sjóðandi og skoraði eins og fyrr segir 14 af 16 stigum Hattar í leikhlutanum. Haukar leiddu með sex stigum, 22-16, eftir hlutann.
 
Höttur náði að minnka muninn niður í tvö stig 26-24 áður en Haukar keyrðu hann upp og á endanum voru þeir komnir með 13 stiga forskot undir lok leikhlutans. Hattarmenn minnkuðu muninn örlítið fyrir lok fyrri hálfleiks og Haukar leiddu með 10 stigum, 44-34. Það fór ekki jafn mikið fyrir Austin Bracy eins og gert hafði í fyrsta leikhluta .
 
Haukar létu þetta forskot sem þeir voru komnir með aldrei af hendi það sem eftir lifði leiks. Rauðir keyrðu muninn upp í 16 stig en Hattarmenn náðu að minnka muninn aftur niður jafnt og þétt og munaði átta stigum á liðunum í upphafi fjórða leikhluta. Emil Barja var í bullandi villuvandræðum og fékk sína fjórðu villu eftir tæpan tveggja mínútna leik í upphafi seinni hálfleiks og sat því á Haukabekknum nær allan leikhlutann.
 
Haukar náðu góðu tempói í leik sinn í þriðja leikhluta en eins og hendi væri veifað hættu þeir að gera það sem hafði virkaði svo vel fyrir þá og Hattarmenn gengu á lagið, skoruðu 7 stig í röð og minnkuðu muninn í átta stig 62-54
 
Haukar gerðu gjörsamlega út um leikinn í fjórða leikhluta og náðu mest 21 stiga forskoti og lyfta sér upp fyrir Hött í töflunni en liðin eru með jafn mörg stig í 3.-4. sæti deildarinnar.
 
Hjá Haukum var Emil Barja atkvæðamestur en hann skellti niður 18 stigum, tók 9 fráköst og varði 3 skot. Nýliði Haukanna, Terrence Watson gerði 17 stig og tók 14 fráköst og Elvar Steinn Traustason smellti niður 12.
 
Hjá Hetti var Austin Magnus Bracey með 26 stig (þ.a. 20 í fyrri hálfleik) og Frisco Sandidge setti niður 18 slummur og tók 15 fráköst
Fréttir
- Auglýsing -