spot_img
HomeFréttirÞór úr leik í bikarnum eftir tap gegn Snæfelli

Þór úr leik í bikarnum eftir tap gegn Snæfelli

Það var ekki smá verkefni sem beið hinu unga liðs Þórs í körfubolta kvenna í dag þegar liðið tók á móti úrvalsdeildarliði Snæfells í 8 liða úrslitum Poweradebikarsins.  Fyrirfram var virtað að leikurinn yrði Þórsliðinu erfiður enda er lið Snæfells eitt besta lið landsins í dag eins og staða þeirra í deildinni sýnir.  Þór náði auk þess ekki að tefla fram öllum þeim leikmönnum  sem venjulega eru í boði af óviðráðanlegum ástæðum.
 
 
Eins og tölurnar sýna höfðu gestirnir mikla yfirburði og þarf í raun ekkert að rekja gang leiksins í mörgum orðum. En það má þó segja að heimamenn hafi borið full mikla virðingu fyrir gestunum lengi framan af leik. En þegar á leið náði Þórsliðið að rétta ögn úr kútnum en andstæðingarnir voru einfaldlega allt og stór biti að kyngja fyrir hið  unga Þórslið.
 
Í grófum dráttum var gangur leiksins að eftir fyrsta fjórðung leiddi Snæfell 2-31 og í hálfleik var staðan 10 – 59. Þegar þriðji leikhlutinn hófst var staðan 18-76 og lokatölur 27-104.
 
Stigaskor Þórs: Rut Konráðsdóttir 9 og þær Erna Rún Magnúsdóttir, Helga Þórsdóttir, Linda Hlín Heiðarsdóttir og Rakel Rós Ágústsdóttir allar með 4 stig hver og þá var Svava Ósk Daníelsdóttir með 2 stig.
 
Hjá gestunum var Alda Leif Jónsdóttir með 20 stig, Rósa Indriðadóttir 18 Kieraah Marlow 17 og Hildur Björg Kjartansdóttir 16.
 
 
Umfjöllun/ Páll Jóhannesson
  
Fréttir
- Auglýsing -