LeBron James varð í nótt yngsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til þess að rjúfa 20.000 stiga múrinn! Það gerði kappinn í sigri meistara Miami á útivelli gegn Golden State Warriors. Lokatölur 75-92 fyrir Miami þar sem LeBron gerði 25 stig.
Sem fyrr var ,,King” James að daðra við þrennuna því hann var einnig með 10 stoðsendingar í leiknum og 7 fráköst. Mario Chalmers og Dwyane Wade bættu svo báðir við 15 stigum. Hjá Golden State var Jarrett Jack stigahæstur með 16 stig og 3 fráköst.
Mark Jackson þjálfari Golden State var aðeins að hrista upp í LeBron fyrir leik og óskaði honum til hamingju með að rjúfa 20.000 stigin… í næsta leik! LeBron beið ekki boðanna og kláraði þetta í nótt. Nú, ef 20.000 stig voru ekki nóg þá náði LeBron einnig öðru marki en það er að gefa 5000 stoðsendingar, sú fimmþúsundasta kom þegar hann fann Wade í teignum sem kláraði með myndarlegri troðslu.
Söguleg stund hjá LeBron:
Úrslit næturinnar:
FINAL
7:00 PM ET
CHI
107
TOR
105
29 | 23 | 27 | 21 | |
|
|
|
|
|
22 | 22 | 29 | 27 |
107 |
105 |
Overtime
FINAL
7:00 PM ET
IND
86
ORL
97
17 | 18 | 29 | 22 |
|
|
|