Í kvöld lýkur þrettándu umferð í Domino´s deild karla en þá eru fimm leikir á dagskrá. Þrettaánda umferð hófst um síðustu helgi þegar KFÍ vann sterkan útisigur í Grafarvogi. Flestra augu beinsta svo væntanlega að viðureign Snæfells og Grindavíkur sem fram fer í Stykkishólmi en liðin eru á toppi deildarinnar ásamt Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni, öll fjögur liðin með 18 stig.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
Njarðvík-Skallagrímur
Þór Þorlákshöfn-ÍR
Snæfell-Grindavík
Keflavík-Stjarnan
Tindastóll-KR
Njarðvík-Skallagrímur
Athyglisverður leikur hér á ferðinni, Njarðvíkingar geta jafnað Skallana að stigum með sigri í kvöld, Skallagrímur er í 7. sæti deildarinnar með 10 stig en Njarðvík í 8.-10. sæti með 8 stig en hefur betur innbyrðis gegn Fjölni og KFÍ. Skallagrímur hefur tapað síðustu fjórum heimaleikjum sínum og Njarðvík síðustu þremur heimaleikjum sínum. Bæði lið lágu í síðustu umferð, Skallagrímur gegn KFÍ og Njarðvík gegn Þór Þorlákshöfn. Þegar liðin mættust í Borgarnesi var háspenna í boði þar sem Skallarnir mörðu sigur í blálokin. Hér eru tvö dýr stig á ferðinni.
Þór Þorlákshöfn-ÍR
Þórsarar eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur í Njarðvík í síðustu umferð en ÍR hefur tapað síðustu fjórum deildarleikjum og eru í fallsæti, 11. sæti, með 6 stig. Þórsarar mörðu fyrri viðureign liðanna á tímabilinu 92-95 en töpuðu síðasta heimaleik í deild og vilja eflaust komast þar aftur á rétta braut fyrir framan sitt fólk!
Snæfell-Grindavík
Liðin mættust í annarri umferð í Grindavík þar sem Íslandsmeistararnir höfðu betur, 110-102. Allar forsendur eru fyrir því að þessi skrímslaleikur verði framlengdur og allt í járnum, við getum amk vonað það enda vantar ekki fallbyssurnar í þessa hópa. Verður forvitnilegt að sjá hvor hafi betur fyrir utan þriggja stiga línuna, Jón Ólafur eða Sammy Zeglinski. Snæfell tapaði síðasta heimaleik í deild og hið sama gildir fyrir Grindavík, bæði lið létu taka sig í bólinu á heimavelli og Hólmarar eiga kost á því að bæta sínu fólki það upp í kvöld en mæta þó Grindavík sem unnið hefur síðustu þrjá útileiki sína, þetta verður ruuusalegt.
Keflavík-Stjarnan
Garðbæingum er s.s. vorkunn að mæta í Toyota-höllina í kvöld eftir að Keflvíkingar lögðu Grindavík í Röstinni og það fyrstir liða þetta tímabilið. Kassinn er úti á Keflvíkingum í dag og væntanlega ekki síður á Garðbæingum sem unnið hafa þrjá síðustu deildarleiki sína. Keflavík fékk skell í fyrri umferðinni í Garðabæ, 101-83, og verða að galdra fram einstakan leik ef þeir ætla að ná innbyrðisviðureigninni til baka gegn Stjörnunni. Leikurinn verður í beinni netútsendingu á Sport TV.
Tindastóll-KR
Stólarnir berjast nú fyrir lífi sínu í deildinni, þeim dugir ekkert annað en sigur í kvöld til að hefja vegferðina á beinu brautinni en þá er einmitt heitasta lið deildarinnar í heimsókn. KR hefur unnið fjóra síðustu deildarleiki sína og sitja í 5. sæti með 16 stig en 5. sætið er í dag hið raunverulega annað sætið um þessar mundir þar sem fjögur lið eru jöfn á toppi deildarinnar.
Staðan í deildinni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Þór Þ. | 12 | 9 | 3 | 18 | 1115/1009 | 92.9/84.1 | 4/2 | 5/1 | 91.3/82.7 | 94.5/85.5 | 4/1 | 8/2 | +1 | -1 | +4 | 3/2 |
2. | Grindavík | 12 | 9 | 3 | 18 | 1183/1059 | 98.6/88.3 | 5/1 | 4/2 | 100.7/88.5 | 96.5/88.0 | 4/1 | 7/3 | -1 | -1 | +3 | 1/0 |
3. | Snæfell | 12 | 9 | 3 | 18 | 1186/1037 | 98.8/86.4 | 5/1 | 4/2 | 98.3/86.7 | 99.3/86.2 | 3/2 | 8/2 | +2 | -1 | +2 | 0/2 |
4. | Stjarnan | 12 | 9 | 3 | 18 | 1126/1041 | 93.8/86.8 | 5/1 | 4/2 | 89.3/78.2 | 98.3/95.3 | 4/1 | 7/3 | +3 | +2 | +2 | 0/1 |
5. | KR | 12 | 8 | 4 | 16 | 1050/1019 | 87.5/84.9 | 4/2 | 4/2 | 87.0/84.0 | 88.0/85.8 | 4/1 | 7/3 | +4 | +2 | +3 | 2/1 |
6. | Keflavík | 12 | 7 | 5 | 14 | 1065/1039 |
Fréttir |