spot_img
HomeFréttirEldfimt efni

Eldfimt efni

Mikið mun mæða á Jóni Ólafi Jónssyni í kvöld þegar Snæfell tekur á móti Grindavík í Stykkishólmi. Jón var í gær útnefndur besti leikmaður fyrri hlutans í Domino´s deild karla og það ekki að ósekju.
 
Jón bauð upp á 60,8% þriggja stiga nýtingu í fyrstu 11 umferðunum! Svaðaleg nýting og þónokkrir leikmenn deildarinnar sem glíma við að ná þessari nýtingu á vítalínunni.
 
Nú er 12 umferðum lokið og prósentan hjá Jóni er komin niður í 58,93% en Hólmarar skipa tvö efstu sætin því næstur í röðinni er krafthúsakappinn Ólafur Torfason með 48,48% nýtingu. Heitir þessir Hólmarar.
  
Besta þriggja stiga nýtingin í Domino´s deildinni til þessa, 12 umferðir:
 
Nr. Leikmaður Lið Leikir 3jaH 3jaR Meðaltal
1. Jón Ólafur Jónsson Snæfell 12 33 56 58.93%
2. Ólafur Torfason Snæfell 12 16 33 48.48%
3. Darri Hilmarsson Þór Þ. 12 15 31 48.39%
4. Björn Steinar Brynjólfsson Grindavík 12 13 27 48.15%
5. Eric James Palm ÍR 12 41 87 47.13%
6. Pálmi Freyr Sigurgeirsson Snæfell 10 19 41 46.34%
7. Sigmar Egilsson Skallagrímur 11 18 40 45.00%
8. Keagan Bell KR 9 11 25 44.00%
9. Jovan Zdravevski Stjarnan 11 28 65 43.08%
10. Samuel Zeglinski Grindavík 12 50 118 42.37%
11. Nemanja Sovic ÍR 12 20 50 40.00%
12. Aaron Broussard Grindavík 12 16 41 39.02%
13. Benjamin Curtis Smith Þór Þ. 12 33 85 38.82%
14. Hjörtur Hrafn Einarsson Njarðvík 12 12 31 38.71%
15. Hreggviður Magnússon ÍR
Fréttir
- Auglýsing -