spot_img
HomeFréttirMeistararnir tóku Lakers

Meistararnir tóku Lakers

 ”Hann er einn af þeim bestu sem ég hef séð” mumblaði Kobe Bryant út úr sér eftir leik sinna manna gegn Miami Heat og átti þar við Lebron James.  Lebron setti 39 stig á Lakers  í nótt sem sigraði 99:90 í Stapels Center. Kannski ekki óvenjulegt að Lakers tapi, en að þeir tapi og að sigurliðið nái ekki 100 stigum eru framför. Þrátt fyrir tapið þá voru gleðifréttir fyrir Lakersmenn að Pau Gasol snéri aftur á gólfið eftir fjarveru vegna meiðsla. 
 Um 18 þúsund London-búar fylltu O2 höllina í London til að fylgjast með leik NY Knicks og Detroit Pistons í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem leikur í deildinni er haldin utan BNA og miðað við hvernig vel gekk þá er ekki loku fyrir því skotið að þetta verði árlegur viðburður.  En það voru NYK sem komu betur stemmdir til leiks og fundu lítið fyrir flugþreytu yfir Atlantshafið. 102:87 var lokastaða leiksins þar sem að Carmelo Anthony setti 26 stig fyrir New York en hápunktur kvöldsins var eflaust þegar Iman Shumpert mætti í sinn fyrsta leik eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.  Það var kannski endilega leikur Iman sem var aðal atriðið, heldur hárgreiðslan hjá kappanum.  Hann skartaði svokölluðum “high top” og þessi var keppnis beint frá 1990. 
 
 
 
 
 
 
 
 
FINAL
 
3:00 PM ET
NYK
102
DET
87
29 27 19 27
 
 
 
 
17 24 22 24
102
87
  NYK DET
P Anthony 26 Bynum 22
R Chandler 14 Monroe 10
A Anthony 4 Monroe 5
 
Highlights
Game Stat FG% 3P% FT% REB TO
NYK 45.8 35.5 80.6
Fréttir
- Auglýsing -