Það var sannkallaður botnbaráttu leikur á Akranesi í kvöld þegar heimamenn í ÍA, sem sitja á botni deildarinnar, tóku á móti Hamarsmönnum frá Hveragerði, sem sitja í næst neðsta sæti. Fyrir leikinn munaði 4 stigum á liðunum.
Hamar hafði betur að lokum og bilið á milli liðanna á botninum því orðið 6 stig.
Það má segja að leikurinn í kvöld hafi verið nokkuð jafn allan tímann en Hamar byrjaði leikinn betur og náði forskoti á ÍA sem dugði þó stutt og munurinn á liðunum eftir fyrsta leikhluta voru aðeins tvö stig gestunum í vil, 22-24.Annar leikhluti fór rólega af stað en um miðjan annan leikhluta má segja að vendipunktur leiksins hafi komið þegar miðherji ÍA, Hendry Engelbrecht, þurfti að var af velli í stöðunni 27-27. Áhrifanna fór þó ekki að gæta alveg strax en gestirnir leiddu 35-42 í hálfleik.
Þriðju leikhluti var ÍA erfiður, um miðbik fjórðungsins var munurinn kominn í 20 stig í stöðunni 46-66 og spilaði þar stóra rullu að ÍA réð illa við Hamar undir körfunni þar sem Maciek Klimaszewski fór mikinn með góðri innkomu af bekknum, en hann endaði leikinn með 16 stig á 21 mínútu.
Mögulega einhverjum að óvörum varð fjórði leikhluti æsi spennandi. Hamarsmenn reyndu hvað þeir gátu að slíta Skagamenn frá sér en það gekk þó ekki alveg nógu vel, en samt sem áður þá gengu áhlaup ÍA aldrei alveg upp.
Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 68-80 og vonin veik fyrir ÍA, en þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum í stöðunni 78-82 lögðu heimamenn af stað í hraða sóknu, tóku tvö þriggjastiga skot sem geiguðu en náðu tveimur sóknarfráköstum sem skilaði þeim þriðja þriggjastiga skotinu sem geigaði eins og hin tvö á undan.
Síðustu sekúnturnar fóru svo að mestu fram á vítalínunni, og eins og vítin væru ekki nógu mörg þá nældu heimamenn sér í tæknivillu. Flautukarfa Lucien Thomas fyrir ÍA yfir hálfan völlin þegar lokaflautan gall kom of seint fyrir heimamenn og niðurstaðan 81-84 sigur Hamars, sem fögnuðu innilega í leikslok á meðan svekkelsi var ráðandi hjá heimamönnum.
Hjá ÍA var Christofer Clover stigahæstur með 28 stig, Lucien Thomas var næstur með 20 stig og Aron Elvar var með 12 stig.
Hjá Hamar var Dareial Franklin stigahæstur með 27 stig, Björn Ásgeir var næstur með 25 stig og Maciek Klimaszewski var með 16 stig.
Barátta liðanna í 1. deildinn heldur nú áfram en deildarkeppninni líkur núna í mars þannig að það má með sanni segja að allir leikir liðanna sem eftir eru skipta mjög miklu máli.
Myndasafn (Jónas H. Ottósson)
Umfjöllun / HGH