Í nótt fóru fram níu leikir í NBA deildinni. Brooklyn Nets lögðu stóra bróður og það í Madison Square Garden. Þá komu LA Lakers í heimsókn til Chicago Bulls þar sem heimamenn höfðu 12 stiga sigur gegn Lakers sem mátt hafa þola umtalsverða gagnrýni undanfarið. Lakersliðið er dregið sundur og saman í miklu háði þessa dagana og því líklegt að liðsmenn Bobcats, Wizards og Cavaliers geti aðeins kastað mæðunni þar sem sviðsljós slælegrar frammistöðu hefur verið beint meira að Kobe og félögum.
New York 85-88 Brooklyn
Joe Johnson var stigahæstur í liði Brooklyn með 25 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá New York var Carmelo Anthony með 29 stig og 7 stoðsendingar. J.R. Smitth átti möguleika á því að koma leiknum í framlengingu en erfiður þristur hjá honum vildi ekki niður og Brooklyn fögnuðu sigri eftir æsispennandi leik. Þetta var fjórði leikur liðanna á tímabilinu og skilja þau jöfn þetta árið, 2-2.
Chicago 95-83 Lakers
Kirk Hinrich var stigahæstur í liði Bulls með 22 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Þá var Steve Nash með 18 stig í liði Lakers og Kobe gerði 16. Ósigurinn í nótt var sjötti ósigur Lakers í röð á útivelli.
Tilþrif næturinnar
Úrslit næturinnar
FINAL
1:00 PM ET
IND
82
MEM
81
26 | 17 | 22 | 17 |
|
|
|
|
27 | 12 | 24 | 18 |
82 |
81 |
IND | MEM | |||
---|---|---|---|---|
P | West | 14 | Ellington | 17 |
R | George | 10 | Gay | 8 |
A | George | 9 | Bayless | 5 |