Fjórir leikir fara fram í undanúrslitum Poweradebikarkeppninnar í karla- og kvennaflokki. Það eru Hamar og Valur sem ríða á vaðið á föstudagskvöld þegar liðin mætast í Hveragerði í kvennaflokki. Einn leikur er svo á laugardag og tveir á sunnudag og viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í karlaflokki verður í beinni útsendingu hjá RÚV.
Undanúrslitaleikirnir um helgina:
Föstudagur 25. janúar
19:15: Hamar – Valur (kvk)
Laugardagur 26. janúar
15:00 Snæfell – Keflavík (kvk)
Sunnudagur 27. janúar
15:00 Keflavík – Grindavík (kk – beint á RÚV)
19:15 Snæfell – Stjarnan
Eins og gefur að skilja er mikið í boði, sigurvegarar helgarinnar fara í Höllina og eins og sakir standa eru ríkjandi bikarmeistarar Njarðvíkurkvenna fallnir úr leik en í karlaflokki eru ríkjandi bikarmeistarar Keflavíkur enn inni í myndinni og mæta Grindavík á sunnudag.
Af þessum liðum í karlaflokki hefur Keflavík orðið bikarmeistari oftast eða sex sinnum:
Karlar:
Keflavík – 6
Grindavík – 4
Snæfell – 2
Stjarnan – 1
Af þessum liðum í kvennaflokki er Keflavík eina liðið sem orðið hefur bikarmeistari eða alls tólf sinnum:
Keflavík – 12
Snæfell – 0
Valur – 0
Hamar – 0
Mynd/ Keflavíkurkonur urðu síðast bikarmeistarar árið 2011.