spot_img
HomeFréttirVerð alltaf á toppnum

Verð alltaf á toppnum

Í gær birtum við topp tíu listann yfir flestar þriggja stiga körfur skoraðar í deildarkeppni úrvalsdeildar. Þar trónir Keflvíkingurinn Guðjón Skúlason á toppnum en fast á hæla hans kemur Páll Axel Vilbergsson og í fjórða sæti Magnús Þór Gunnarsson.
 
Guðjón hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu mála og segir þá enn eiga langt í land með að jafna eða slá metið sitt.
 
,,Ég verð alltaf á toppnum á þessum lista. Palli og Maggi eru komnir yfir besta hjallann á ferli sínum svo ég hef engar áhyggjur,” sagði Guðjón léttur á manninn um leið og hann sendi Páli og Magnúsi væna sneið.
 
,,Nú ef þeir svo nálgast þetta eitthvað þá er besti vinur minn að þjálfa Keflavík og þar er alltaf pláss fyrir góðar skyttur eins og mig. Ég veit að ég fengi að taka nokkur skot hjá Sigga til að varðveita metið en það verður engin þörf á því,” sagði Guðjón brattur en Páll Axel hefur nú níu deildarleiki til að jafna metið. Páll þarf þá að jarða 46 þrista í níu leikjum og það er ekki á færi hvers sem er.
 
Hvað verður skal ósagt látið en ljóst er að þó Páll nálgist þá á Magnús enn töluvert í land og ef hann ætlar að bæta met Guðjóns verður hann að gjöra og svo vel að hætta að gefa boltann!
 
Tengt efni:
 
  
Fréttir
- Auglýsing -