spot_img
HomeFréttirKeflavíkurstúlkur í viðtali fyrir bikarleik

Keflavíkurstúlkur í viðtali fyrir bikarleik

 Keflavíkurstúlkur eru sem stendur í einum af fákum Sævars Baldurssonar á leið í Stykkishólm að etja þar kappi við heimasæturnar í Snæfell í leik sem sker úr um hvort liðið mætir Val í úrslitum bikarkeppninar í ár.  Heimasíða Keflavíkur tók á dögunum viðtal við þær Söndru Lind og Pálínu leikmenn liðsins og spurðu þær einmitt út í undirbúningin og tilfinninguna fyrir leiknum.  Sjá má viðtölin hér að neðan. 
Pálína Gunnlaugsdóttir 
 
Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir leikinn á morgun? 
Hann gengur mjög vel. Við erum mjög spenntar að fara á Hólminn að spila. Það sást kannski á okkur í síðasta leik að mínu mati að hugurinn var aðeins farinn ad gæla við bikarleikinn.
 
Hvað þurfi þið að gera til að fara með sigur af hólmi?
Við þurfum að spila af miklum krafti og vera tilbúnar þegar leikurinn byrjar, leggja okkur fram í vörninni og spila körfubolta í 40 mínútur. Þá ættum við að vera í ágætis málum.
Megum við eiga von á að bikarinn komi til Keflavíkur í ár?
Ég hef mjög mikla trú á liðinu og ef við erum allar saman í þessu þá kemur bikarinn heim í Keflavík, ekki spurning!
Eitthvað að lokum?
Já, það má kannski minna á að það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur stelpurnar, eins og strákana, að fá stuðningsmenn okkar til að hvetja okkur áfram til sigurs – Áfram Keflavík!!
 
Sandra Lind Þrastardóttir

Hvernig gengur að undirbúa sig fyrir stórleikinn?
Það gengur bara vel

Hvað þurfi þið að gera til að komast í úrslitaleikinn?
Við þurfum að koma tilbúnar í leikinn frá fyrstu mínútu og spila af meiri hörku og krafti en Snæfell. Einfaldlega vilja þetta meira en Snæfells stelpurnar!

Er Keflavík að fara að taka bikarinn í ár?
Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og hvað þá ef það er bikar í boði

Fréttir
- Auglýsing -