Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar spjallaði við Karfan.is eftir leik sinna manna gegn Snæfell þar sem Stjarnan sló út heimamenn í Hólminum.
“Við mættum þeim frá fyrsta leikhluta, rosalega klárir og vorum sterkir varnarlega en sóknarleikurinn var ekkert sérstakur þar sem komu kaflar þar sem við misstum þetta niður og hentum boltanum frá okkur þegar við hefðum getað gert út um leikinn. Við vorum þó að gera góða hluti í vörn og náðum stoppum á þá og náum að halda þeim í um tíu til tólf stigum frá okkur. Þannig að varnarleikurinn var það sem gerði gæfumuninn hjá okkur og vorum mjög vel undirbúnir þannig að plan A gekk algjörlega upp og við þurftum ekkert að fara að breyta neinu og fara í annað sem við höfðum verið að æfa og allt small hjá okkur. Þetta ver líka liðsigur sem ég er virkilega ánægður með.”
Spurður út í úrslitaleikinn gegn Grindavík.
”Það eru fullt af erfiðum leikjum fram að úrslitaleiknum og nú verðum við að ýta því frá okkur. En það er auðvitað frábært að komast þangað og við horfðum leikinn hjá Grindavík Keflavík á leiðinni hingað og Grindavík er auðvitað frábært lið. En það er líka merkilegt að allir leikir í undanúrslitum karla og kvenna vinnast á útivelli en verðlaunin eru vel þegin að komast í Laugardalshöllina”