spot_img
HomeFréttirFimm körfur á einni mínútu

Fimm körfur á einni mínútu

Laugardaginn 26. janúar fór fram leikur í drengjaflokki í DHL-höllinni. KR-b tók á móti Valsmönnum. Samkvæmt heimasíðu KKÍ höfðu Valsmenn leikið sjö leiki í þessum flokki og sigrað í þremur. KR-b hafði leikið átta leiki og sigrað í þremur. Síðast þegar þessi lið léku saman sigraði KR-b í hröðum baráttuleik.
 
Á laugardag var KR-b með breiðari hóp en síðast, en nokkuð var um forföll hjá Val vegna veikinda. Fyrstu 5 mínúturnar var leikurinn í jafnvægi. Þá fóru Valsmenn úr maður á mann vörn yfir í 2-3 svæði. KR-ingar negldu þá niður þremur snöggum þristum og nokkrum auðveldum sniðskotum eftir gott samspil um leið og þeir stoppuðu Val í sóknarleik þeirra. Staðan var 26-10 fyrir KR eftir eina lotu. Valsmenn hresstust aðeins í byrjun næstu lotu. Þá breytti KR um vörn og tók 21-2 syrpu. Leikurinn var þá í reynd búinn. Staðan í hálfleik var 58-25 fyrir KR. Eftir þrjár lotur var staðan 73-36. Valsmenn löguðu leik sinn í síðustu lotunni og var hún í jafnvægi. Leikurinn endaði 95-55 fyrir KR.
 
Þessi leikur var ekkert sérstaklega merkilegur. Þó gerðist eitt í leiknum sem verðskuldar vissulega umfjöllun. KR-ingurinn örvhenti Vilhjálmur Kári Jensson afrekaði það í leiknum að skora fimm fjölbreyttar körfur (11 stig) á um einni mínútu.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -