Valsmenn héldu áfram sigurgöngi sinni í 1. deildinni í gærkvöldi með því að sigra lið Breiðablik 88:98 í Kópavoginum. Valsmenn höfðu forystu frá fyrstu mínútu leiksins og komust mest í 25 stiga forystu. Ragnar Gylfason átti stórleik þegar hann skoraði 34 stig fyrir Valsmenn. Chris Matthews setti einnig 34 stig hjá Blikum. Tölfræði leiksins
Haukar tryggðu stöðu sína í öðru sæti 1. deildar með sigri á Hamar í gærkvöldi í Schenkerhöllinni. Haukar lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 30 stig gegn aðeins 8 stigum frá Hamar. Þegar lokaflautan gall þá var staðan 101:95 eftir að heimamenn í Hafnarfirði höfðu leitt í hálfleik 57:35. Haukur Óskarsson var með 28 stig og 9 fráköst fyrir Hauka en Jerry Hollis var með 29 stig og 12 fráköst fyrir Hamar. Tölfræði leiksins
Mynd: Karl West