Körfuknattleikssamband Íslands fagnar í dag 52 ára afmæli sínu en sambandið var stofnað þennan dag árið 1961. Stofnaðilar voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur, Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur, Íþróttbandalag Akureyrar og Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Fyrsti formaður KKÍ var Bogi Þorsteinsson, en hann gegndi því embætti til ársins 1969. Alls hafa 14 einstaklingar hafa gengt formennsku KKÍ á þessum 52 árum.
Karfan.is óskar Körfuknattleikssambandi Íslands innilega til hamingju með daginn.
Þá á Spánverjinn Marc Gasol einnig afmæli í dag en þessi hávaxni Spánverji er fæddur árið 1985 og var valinn átjándi í annari umferð nýliðavalsins í NBA af Los Angeles Lakers. Fyrrum NBA leikmaðurinn Satcey King á svo líka afmæli í dag en hann er 46 ára gamall og var valinn sjötti í nýliðavali NBA árið 1989 af Chicago Bulls.