spot_img
HomeFréttirRassskelling í Toyota-höllinni

Rassskelling í Toyota-höllinni

 Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimastúlkurnar í Keflavík í Dominosdeild kvenna með 97 stigum gegn 78.  Líkt og tölurnar gefa til kynna voru Valsstúlkur sjóðandi heitar þetta kvöldið en varnarleikurinn sem Keflavík bauð uppá gerði Valsstúlkum nokkuð auðvelt fyrir sóknarlega. 
 
 Strax í fyrsta leikhluta settu þær rauðklæddu tóninn og höfðu eftir þann fjórðung sett niður 30 stig gegn aðeins 18 stigum frá Keflavík.  Stemmningin  var öll með Val á þessum tímapunkti en í öðrum leikhluta náðu Keflavík að bíta frá sér og minnkuðu muninn niður í 6 stig fyrir hálfleik en staðan þá var 42:48 í hálfleik. 
 
Í seinni hálfleik þá settu Valsstúlkur í annan gír og gersamlega yfirspiluðu Keflavík á öllum vígstöðum vallarins.  Frábær vörn þeirra reyndust Keflavík erfiðar og á tímum virtust Keflavíkurstúlkur einfaldlega líta út fyrir að vera hreinlega hræddar.  Þegar þær brutust í gegn þá beið þeirra Jaleesa Butler inní teig sem varði hvert skotið á fætur öðru.  Skot Keflavíkurkvenna voru hikandi og trúin á verkefninu engin.  Á meðan voru gestirnir að spila við hvurn sinn fingur og ekki skemmdi að hittni þeirra þetta kvöldið var með besta móti.  Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom af bekknum og setti hverja körfuna á fætur annari en eins og fyrr sagði þurfti hún ekki að hafa neitt gríðarlega fyrir þessum stigum þar sem að vörn Keflavíkur var í algjörum lama sessi. 
 
Þegar um 2:30 mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir 14 stigum yfir og þeirra besti leikmaður (og maður leiksins) Jaleesa Butler fékk sína 5. villu.  Þetta gaf í það minnsta nokkrum stuðningsmönnum Keflavíkur smá von um að þær gætu nú gengið á lagið og komið sér inní leikinn aftur.  En þvert á móti elfdi þetta bara lið Vals sem að silgdi sigrinum í land sem fyrr segir nokkuð örygglega. 
 
Maður leiksins: Jaleesa Butler með 24 stig, 16 fráköst, 6 stoðir og 7 varin skot!
 
Hjá Keflavík var þeirra einna skást Jessica Jenkins sem setti niður 21 stig. 
 
-Valsstúlkur hafa núna unnið 5 leiki í röð. 
– Keflavík hafa tapa tveimur leikjum í vetur og báðum á heimavelli
– Unnur Lára Ásgeirsdóttir kom af bekknum hjá Val og skoraði 15 stig og var  með yfir 60 prósent nýtingu úr skotum sínum. 
 
 
 
Keflavík-Valur 78-97 (18-30, 24-18, 15-23, 21-26)
 
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 21/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 18/8 fráköst/3 varin skot, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/11 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 7/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 31, Jaleesa Butler 24/16 fráköst/6 stoðsendingar/7 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/8 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Þórunn Bjarnadóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.
Dómarar: Georg Andersen, Steinar Orri Sigurdsson
 
 
Fréttir
- Auglýsing -