Í kvöld hefst fimmtánda umferðin í Domino´s deild karla og eru fjórir leikir á hlaðborðinu að þessu sinni. Leiktíminn sem fyrr 19:15 á þeim herrans tíma. Reykjanesbær iðar þar sem Keflavík tekur á móti KFÍ og Njarðvík fær Íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn. KR heldur í Hólminn og ÍR fær Skallagrím í heimsókn.
Leikir dagsins – Domino´s deild karla, 19:15
Njarðvík-Grindavík
Snæfell-KR
Keflavík-KFÍ
ÍR-Skallagrímur
Einn leikur er á dagskránni í 1. deild karla en þá eigast við Höttur og Augnablik á Egilsstöðum en viðureign liðanna hefst kl. 18:30.