spot_img
HomeFréttirNorrköping lá heima gegn Uppsala

Norrköping lá heima gegn Uppsala

Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins töpuðu toppslag þegar Uppsala Basket kom í heimsókn.
 
Uppsala hafði 73-78 sigur í leiknum og hafa nú 40 stig í 2. sæti deildarinnar en Norrköping situr í 3. sæti með 36 stig.
 
Pavel gerði 7 stig í leiknum, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar en hann var í byrjunarliðinu í kvöld og lék í rúmar 30 mínútur.
  
Fréttir
- Auglýsing -