spot_img
HomeFréttirEyþór Sæm hjá VF spáir í leikina

Eyþór Sæm hjá VF spáir í leikina

 Eyþór Sæmundsson fréttaritari hjá Víkurfréttum var fengin í spádómsstólinn fyrir bikarhelgina og þetta hafði hann um leikina að spá. 
 Keflavík- Valur:  Keflavík vinnur þetta nokkuð stórt. Ég sé fyrir mér að þær mæti dýrvitlausar til leiks og þá eiga Valsstúlkur ekki möguleika. Munurinn verður um 20 stig, 75-55. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó svo að Sara Rún ætti stórleik. Ég ætla hins vegar að segja að Ingunn Embla Kristínardóttir hjá Keflavík eigi eftir að láta að sér kveða í leiknum. Þar fer efnilegur leikmaður. Annars held ég að Pálína verði maður leiksins í þessum leik. 
 
Grindavík – Stjarnan:  Ef Justin Shouse mætir með A-leikinn sinn þá er aldrei að vita nema Garðbæingar hrökkvi í gang. Marvin Valdimarsson verður líklega með þó svo að hann þurfi að leita óhefðbundina lækningaraðferða. Ég hugsa þó að Grindvíkingar sigri í jöfnum leik. Þar mun hin margrómaða breidd skipta mestu máli. Lokatölur 87-80. Mikið hefur verið látið af hinum efnilega Degi Kár Jónssyni. Ég vil því sjá kauða mæta sterkann til leiks. Það er alltaf gaman af svona bikar-ævintýrum. Sigurður Þorsteinsson á eftir að koma á óvart hjá Grindvíkingum. Hann hefur látið lítið fara fyrir sér undanfarið en nú mun bangsi vakna og skipta sköpum fyrir Grindvíkinga. Ég tel að hann verði maður þessa leiks. 
 
 
Það getur vel farið svo að maður sjái töluverða svæðisvörn og læti á köflum í báðum leikjum. Það sem þjálfarar hugsa líklega mest um er að undirbúa liðin andlega og fá þau rétt stemmd í Laugardalshöllina.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -