spot_img
HomeFréttirMiðar að seljast upp á Harlem Globetrotters

Miðar að seljast upp á Harlem Globetrotters

Enn eru til nokkrir miðar á Harlem Globetrotters sem koma til Íslands og verða í Kaplakrika þann 5. maí næstkomandi. Á þriðja þúsund miðar hafa selst á sýninguna og fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa fjölskylduskemmtun.
 
,,V.I.P. miðarnir seldust upp á skotstundu en enn eru til miðar í almenn sæti. Miðarnir hafa runnið út í febrúar og stefnir allt í að fljótlega verði uppselt í Krikann,” sagði Björgvin Tór Rúnarsson sem er skipuleggjandi verkefnisins í Skandinavíu.
 
Harlem Globetrotters eru að koma til Íslands í fjórða sinn síðan árið 1982 og ávallt hefur verið sýnt fyrir fullu húsi og ljóst að engin undantekning verður þar á í þetta sinn. Björgvin sagði að lokum við Karfan.is að um magnaða fjölskylduskemmtun væri að ræða þar sem Latibær mun hita upp fyrir leikinn.
 
Miðasala á miði.is
 
Tengt efni:
  
Fréttir
- Auglýsing -