Það er gömul mýta að dómarinn sé hlutlaus partur af leiknum og honum ætlað að vera holdgervingur reglubókarinnar inni á vellinum. Má vera að svo sé í fullkomnum heimi. Það er hins vegar (að mínu mati) staðreynd að ólíkar áherslur þeirra í dómgæslu og túlkun á reglum KKÍ geta haft umtalsverð áhrif á gang og flæði leiksins. Svo ritar Hörður D. Tulinius á ruslid.blogspot.com