Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. LA Clippers gerðu góða ferð til Indiana, Bulls lögðu Philadelphia og LA Lakers unnu 22 stiga sigur á Minnesota í Staples Center.
LA Lakers 116-94 Minnesota
Kobe Bryant gerði 33 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Lakers. Sex liðsmenn Lakers gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Jose Barea var stigahæstur hjá Minnesota með 20 stig af bekknum og Ricky Rubio bætti við 13 stigum, 13 stoðsendingum og 8 fráköstum.
Joakim Noah með sögulega þrefalda tvennu
Joakim Noah hlóð í allvænlega þrefalda tvennu í nótt þegar Chicago Bulls höfðu sigur á 76ers, 93-82. Noah skoraði 23 stig sem þykir svo sem ekki frásögur færandi, en bætti við 21 frákasti og 11 vörðum skotum ásamt því að hitta úr 66,7% skota sinna. Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa náð þessum áfanga síðustu 25 árin, en það voru hinir mögnuðu Hakeem Olajuwon (2x) og Shaquille O’Neal ásamt himnalengjunni Shawn Bradley. Joakim Noah er hins vegar fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skjóta yfir 65% með þessari myndarlegu þreföldu tvennu.
Tilþrif næturinnar
Staðan í deildinni
2012-2013 CONFERENCE REGULAR SEASON STANDINGS | ||||||||||
EASTERN CONFERENCE | ||||||||||
Eastern | W | L | PCT | GB | CONF | DIV | HOME | ROAD | L 10 | STREAK |
Miami | 41 | 14 | 0.745 | 0.0 | 20-9 | 8-1 | 25-3 | 16-11 | 10-0 | W 12 |
New York | 34 | 20 | 0.630 | 6.5 | 21-12 | 6-6 | 21-8 | 13-12 | 5-5 | W 2 |
Indiana | 36 | 22 | 0.621 | 6.5 | 23-12 | 9-2 | 24-6 | 12-16 | 7-3 | L 1 |
Atlanta | 33 | 23 | 0.589 | 8.5 | 20-14 | 10-4 | 18-10 | 15-13 | 7-3 | W 4 |
Brooklyn | 34 | 24 | 0.586 | 8.5 | 25-11 | 9-3 | 20-12 | 14-12 | 6-4 | W 1 |
Chicago | 33 | 25 | 0.569 | 9.5 |
Fréttir |