Á dögunum fékk ÍR styrk úr Íþróttasjóði Menntamálaráðuneytisins til kaupa á körfuboltum fyrir grunnskóla efra Breiðholts. Hver bekkur, 1.-7.bekk, fær einn bolta til að nota úti í frímínútum. Grunnskólarnir þrír í hverfi 109 fá einnig nokkra bolta. www.ir.is greinir frá.
Á myndinni má sjá Eric James Palm og D’Andre Jordan Williams leikmenn meistaraflokk hjá ÍR, þegar þeir heimsóttu Hólabrekkuskóla.