spot_img
HomeFréttirÞjálfarafundur Njarðvíkinga fyrir stórleik kvöldsins

Þjálfarafundur Njarðvíkinga fyrir stórleik kvöldsins

  Það verður nágrannarimma í Ljónagryfjunni í kvöld þegar UMFN og Keflavík mætast í 21. umferð Dominos deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og óþarft að fjölyrða um mikilvægi leiksins fyrir bæði lið. 
 
Njarðvíkingar hafa nokkru sinnum á tímabilinu boðið stuðningsmönnum sínum að mæta vel fyrir leik í félagsheimili sínu (Boganum) til að hitta og hlíða á þjálfara liðsins fara yfir leik kvöldsins og svo hefur gefist kostur á spurningum frá stuðningsmönnum.  Í kvöld munu öllum stuðningsmönnum liðsins vera boðið í Bogann og þar mun þjálfarateymi liðsins fara yfir einmitt farinn veg í vetur, leik kvöldsins og munu svo koma til með að svara spurningum.  Í boði á staðnum verða léttar veitingar ásamt einhverjum dropum til að skola því niður. Herlegheitin hefjast kl 18:45 fyrir alla stuðningsmenn UMFN. 
 
Í raun er langt síðan þessi tvö lið hafa verið svo heit í deildinni á sama tíma.  Njarðvíkingar hafa verið á feiknar skriði eftir áramót og Keflvíkingar hafa að sama skapi unnið 8 af síðustu 10 leikjum sínum.  Búast má því við hörkuviðureign þessara erkifjenda í íslenskum körfuknattleik. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -