spot_img
HomeFréttirElvar setti met

Elvar setti met

Yngri leikmenn landsins eru aldeilis að minna á sig þessa dagana en á fimmtudagskvöld setti Martin Hermannsson leikmaður KR met þegar hann var yngsti leikmaður sögunar til að setja 30 stig í leik í úrslitakeppninni og bætti þar með 6 ára gamalt met félaga síns Brynjars Björnssonar. En í gærkvöldi bætti svo Elvar Már Friðriksson enn og aftur metið þegar hann smellti 35 stigum á Snæfell og varð þar með sá allra yngsti. 
 
 
Yngstu leikmenn til að skora yfir 30 stig í úrslitakeppni
1. sæti Elvar Már Friðrinsson  UMFN
18 ára, 4 mánaða og 11 daga
35 stig á móti Snæfell 22. mars 2013
 
2. sæti Martin Hermannsson, KR
18 ára, 6 mánaða og 5 daga
33 stig á móti Þór Þorlákshöfn 21. mars 2013
 
3. sæti Brynjar Þór Björnsson
18 ára, 8 mánaða og 20 daga
31 stig á móti Snæfelli 31. mars 2007
 
4. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík
19 ára, 7 mánaða og 5 daga
36 stig á móti Tindastól 17. apríl 2001
 
5. sæti Logi Gunnarsson, Njarðvík
19 ára, 7 mánaða og 12 daga
36 stig á móti Tindastól 24. apríl 2001
 
6. sæti Hjörtur Harðarson, Grindavík
21 árs, 11 mánaða og 22 daga
37 stig á móti Njarðvík 7. apríl 1994
 
Fréttir
- Auglýsing -