Ísland lagði Ítalíu í tvíframlengdum naglbít í undankeppni HM 2023 í Ólafssal í kvöld, 107-105. Fyrir leik voru Ísland og Ítalía jöfn í 2.-3. sæti H riðils hvort um sig með einn sigur og eitt tap. í neðsta sæti riðilsins Holland með þrjá tapleiki og í því efsta Rússland með þrjá sigurleiki. Sigurinn setur Ísland því í annað sætið í riðlinum. Úr þessum riðil munu þrjú lið halda áfram á næsta stig keppninnar, en Ísland á eftir þessa Ítalíuleiki tvo leiki eftir í sumar. Heima gegn Rússlandi og heima gegn Hollandi.
Karfan spjallaði við fyrirliða liðsins Ægi Þór Steinarsson eftir leik í Ólafssal. Ægir var öflugur á báðum endum vallarins í kvöld, skilaði 6 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum á tæpum 45 mínútum spiluðum.