spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar héldu út og tryggðu oddaleik

Keflvíkingar héldu út og tryggðu oddaleik

Keflvíkingar náðu að knýja sig í oddaleik gegn Stjörnunni í kvöld með 100:87 sigri á Stjörnunni í Toyota-höllinni. Leikurinn var harður og þessi sigur Keflvíkinga gæti reynst þeim dýrkeyptur. 
 
Leikurinn hófst  á nokkuð jöfnum nótum en það tók Stjörnumenn heilar fjórar mínútur að komast í gang. Þá þegar höfðu Keflvíkingar skorað ein 8 stig gegn aðeins einu stigi Stjörnumanna. Í raun ótrúlegt hvað Stjörnumenn voru afslappaðir og hugsanlega að síðasti sigur á Keflvíkingum eitthvað legið í þeim þar sem hann virtist vera nokkuð þægilegur. En sem fyrr segir voru það Keflvíkingar sem voru grimmari allt frá fystu mínútu og uppskáru eftir því verðskuldað forskot snemma í leiknum. Keflvíkingar urðu svo að sjá á eftir sínum besta leikmanni í meiðsli þegar Michael Craion lenti illa eftir að hafa blokkað skot.  Kappinn virðist hafa misstigið sig illa og fór hann rakleiðist á sjúkrabekkinn hjá Pétri sjúkraþjálfara Keflvíkinga. 
 
Pétur sem er nú nokkuð laginn í sínu fagi reyndi að tjasla Craion saman en hann snéri til leiks í nokkrar mínútur og lék svo ekki meira með Keflvíkingum. Það hafði þau áhrif að Sigurður Ingimundarson þurfti nú að kafa á bekkinn og leyfa yngri mönnum að spreyta sig. Almar Guðbrandsson var fljótlega kominn í villuvandræði og það var þá stoðsending frá Breiðablik í Snorra Hrafnkelssyni sem kom inná og sýndi fína takta. Keflvíkingar leiddu með 12 stigum í hálfleik en rétt eftir að flautað var til hálfleiks lét Jovan Zdraveski skapið hlaupa með sig í gönur þegar hann sló til Magnúsar Gunnarssonar. Jovan var umsvifalaust sendur í bað og verður að öllum líkindum í banni í næsta leik. 
 
Baráttan í leiknum hélt hinsvegar áfram og sterk svæðisvörn heimamanna var gestunum illviðráðanleg á köflum. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Stjörnumenn fóru minnka niður muninn og þar fór fremstur Jarryd Frye sem nánast skoraði að vild. En hinumegin var það Darrel Lewis sem hélt Keflvíkingum á floti og nýtti hvert einasta pund af reynslu sem hann hefur öðlast yfir sinn feril.  Þrátt fyrir nokkuð gott áhlaup Stjörnumanna undir lok leiks náðu Keflvíkingar að halda aftur af því og sigruðu að lokum 100-87.
 
Fréttir
- Auglýsing -