Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnumanna var í skýjunum eftir leik sinna manna gegn Keflavík í kvöld og fagnaði vel og innilega í leiks lok með sínum mönnum. ”Þetta var hrikalega erfiður leikur og mér fannst við alltaf eitthvað vera að klóra í þá þá settu þeir niður risa skot á okkur eins og góð lið gera. Billy Baptist reyndist okkur mjög erfiður í dag. En við gáfumst aldrei upp og héldum alltaf áfram og svo er þetta bara svona eitt til tvö skot. Körfubolti er þannig að þetta eru svona fjögur til fimm atriði sem geta ráðið úrslitum leiksins. Það getur verið laus bolti á gólfinu sem einhver er fyrstur á. Ég fagnaði fyrirliða mínum (Fannari Helgasyni) sem var kannski ekkert að spila neitt sérstaklega vel sóknarlega. En hann gerði það að verkum að við byrjuðum með boltann alla leikhlutana. EInhverstaðar náði hann að henda sér á boltann og vinna uppkastið þannig að örin benti í okkar átt. Svona hlutir skipta gríðarlegu máli í þessu. ” sagði Teitur og bætti við.
“Craion var ekki heill hjá þeim, Marvin er ekki heill hjá mér og Jovan var uppí stúku. Gleðilegt fyrir Jovan og maður sá miklar tilfinningar hjá honum í leikslok. Hvorugir þjálfarar kannski með sitt lið í 100% standi. En þetta er úrslitakeppninn og þetta er meistaraflokkur og þú átt ekki að finna fyrir neinu.”