spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Undanúrslitin hefjast í dag

Leikir dagsins: Undanúrslitin hefjast í dag

Í dag hefjast undanúrslitin í Domino´s deild karla en það er einvígi Grindavíkur og KR sem opnar undanúrslitin er liðin mætast í Röstinni í kvöld kl. 19:15. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Snæfell og Stjarnan og hefst það í Stykkishólmi annað kvöld.
 
Grindavík og KR mættust eins og lög gera ráð fyrir tvisvar sinnum í deildarkeppninni. Grindavík vann fyrsta leik liðanna 80-87 í DHL Höllinni í nóvember. Liðin mættust svo aftur í Röstinni í febrúar þar sem heimamenn höfðu 100-87 sigur en það var aldrei leikur og staðan t.d. 24-9 að loknum fyrsta leikhluta! KR-ingar eiga því enn eftir að vinna Grindavík á þessari vertíð.
 
Grindavík komst í undanúrslit með þægilegum 2-0 sigri á Skallagrím í 8-liða úrslitum og KR var einnig með sópinn á lofti er þeir tóku Þór Þorlákshöfn 2-0.
 
Grindavík-KR
Leikur 1 – undanúrslit
Kl. 19:15 í kvöld
Fjölmennum á völlinn! 
Fréttir
- Auglýsing -