spot_img
HomeFréttirFinal Four liðin komin á hreint

Final Four liðin komin á hreint

 Final Four (eða Hin fjögur fræknu) eru tilbúin í háskólaboltanum en í gærkvöldi lauk keppni í hjá þeim liðum sem höfðu komið sér í “Elite 8”.  Þar ber kannski fyrst að nefna að öskubuskusagan þetta árið er Wichita State Shockers sem sigruðu hið sterka lið Ohio State 70:66 og komu þau úrslit flestum á óvart.    Michigan háskólinn er svo komin í fjögurra liða úrslit en þeir gjörsigruðu lið Florida 79:59 en lið Michigan er með 3 syni fyrrum NBA leikmanna í sínum röðum.  Þá Tim Hardaway Jr, Glenn Robinson III og Jon Horford.  Fróðlegt verður að fygljast í framtíðinni með þessum köppum og hvort þeir nái að fylla fótspor feðra sinna. 
 
 
Syracuse liðið sigraði svo Marquette háskólann 55:39, nokkuð sannfærandi og svo var það stórleikur gærkvöldsins þegar Louisville sigraði Duke 85:63 í hreint út sagt ótrúlegum leik.  Leikurinn var hnífjafn allan fyrri hálfleik.  Í fyrri hálfleik gerðist nokkuð óhugnanlegt þegar Kevin Ware leikmaður Louisville stökk upp í von um að ná að blokka þriggja stiga skot frá Tyler Thornton frá Duke.  EKki fór betur en að þegar Ware lendir þá snýr hann uppá ökkla sinn og áður en ökklinn nær að fara úr lið þá hreinlega brotnar fótur hans gersamlega í tvennt og viðbrögð flestra í húsinu eftir því.  Ware var umsvifalaust færður á sjúkrahús en á börunum á leiðinni út var það eina sem hann gat komið uppúr sér við félaga sína “Win the game”  
 
Félagar hans brugðust honum ekki og sigruðu sem fyrr segir nokkuð sannfærandi að lokum.  Hægt er að sjá atvikið hér að neðan en við vörum við þessum myndum því þær eru alls ekki fyrir viðkvæma. 
 
Mynd: Ware á sjúkrahúsinu með verðlaunagripinn fyrir sigur Louisville í Mið-vesturdeildinni
 
 
Fréttir
- Auglýsing -