Keflavíkurhnátur urðu í dag Íslandsmeistarar í minibolta kvenna þegar þær sigruðu Grindavík með 20 stigum gegn 16. Stemmningin í húsinu var gríðarlega góð hjá þeim fjölmörgu sem mættu til að hvetja sitt lið áfram. Leikurinn var hnífjafn allt fram á síðustu mínútu en þá voru það Keflavíkurstúlkur sem náðu að knýja sigur í Toyotahöllinni.
Færibandið í Keflavík með körfuknattleikskonum heldur áfram að spíta af sér, en Keflavík hefur verið í algerum sérflokki síðastliðin ár í yngriflokkum kvenna.