spot_img
HomeFréttirValsstúlkur einfaldlega sterkari - Viðtöl við Kristrúnu og Birnu

Valsstúlkur einfaldlega sterkari – Viðtöl við Kristrúnu og Birnu

Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir með bakið upp við vegg eftir að hafa tapað öðru sinni á heimavelli í einvígi sínu gegn Val með 68 stigum gegn 75. Valskonur hinsvegar í kjörstöðu fyrir næsta leik sem fram fer á laugardag að Hlíðarenda þar sem þær geta sent Keflavíkurstúlkur í sumarfrí og um leið tryggt sig í úrslitaseríu Domino´s deildar kvenna. 
 
Valsstúlkur hófu leikinn betur og leiddu allan fyrri hálfleik og allan tímann voru Keflavík að elta. Eitthvað sem þetta Keflavíkurlið eru ekki vanar að gera á heimavelli.  Góður varnarleikur Vals þetta kvöldið reyndist sóknaraðgerðum Keflavíkur erfiður ljár í þúfu þó svo að sóknarleikurinn hafi kannski ekkert verið sá besti. Staðan 30-36 í leikhléi fyrir Val.
 
Keflavík hófu seinni hálfleik af krafti og virtust ætla að koma sér aftur inn í leikinn en þá hófst kafli hjá Val þar sem þær virtust varla klikka úr skoti og gersamlega kafsilgdu allar tilraunir Keflavíkur. Mætingin í Toyota-höllina var góð og ekki vantaði neina stemmningu nema þá mögulega í lið Keflavíkur því Valskonur náðu taki á leiknum sem þær létu ekki af hendi og komust í 1-2 með 68-75 sigri. 
 
Jaleesa Butler ætlar að reynast fyrrum félögum sínum erfið en hún skilaði 15 stigum 15 fráköstum og 8 stoðsendingum. klárlega besti leikmaður vallarins ásamt Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem gerði 24 stig og tók 9 fráköst. 
 
Hjá Keflavík var hin slyngja Birna Valgarðsdóttir þeirra besti leikmaður þetta kvöldið en mikið vantaði uppá hjá Jessicu Jenkins sem þarf að skila meiru fyrir Keflavík ætli þær sér sigur í næsta leik.  
 
Fjórða viðureign liðanna fer fram þann 13. apríl næstkomandi. Með sigri getur Valur tryggt sér farseðilinn inn í úrslit en vinni Keflavík verður oddaleikur í Toyota-höllinni. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -