Bandaríski bakvörðurinn Jay Threatt lék ekki með Snæfell í síðsta leik gegn Stjörnunni. Snæfell lá þá heima og er undir 1-2 í einvíginu. Í kvöld er fjórði leikur liðanna og ekki útséð með hvort Threatt verði í búning.
Threatt fór úr tálið í öðrum leik liðanna í Garðabæ. Karfan.is ræddi í morgun eldsnöggt við Inga Þór Steinþórsson þjálfara Hólmara og sagði hann að það myndi skýrast betur með deginum hvort Threatt yrði leikhæfur í kvöld eða ekki.
Vart þarf að fjölyrða um mikilvægi leikmannsins sem leitt hefur Snæfell áfram í vetur enda var róðurinn án hans í síðasta leik þungur fyrir Snæfell. ,,Við erum ekki bjartsýnir en ætlum að reyna,” sagði Ingi Þór við Karfan.is.
Mynd/ Heiða