Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt. Dirk Nowitzki komst í eftirsóttan klúbb þegar hann rauf 25.000 stiga múrinn í öruggum 89-107 útisigri Dallas gegn New Orleans Hornets.
Shawn Marion var stigahæstur hjá Dallas í leiknum með 21 stig en Nowitzki gerði 19 og tók 6 fráköst. Hjá Hornets var Ryan Anderson stigahæstur með 20 stig og 10 fráköst.
Þá tókst LA Lakers að leggja San Antonio Spurs í Staples Center og það án Kobe Bryant sem eins og frægt er orðið hefur slitið hásin og verður ekki meira með á þessu tímabili. Lokatölur í viðureign Lakers og Spurs voru 91-85 Lakers í vil.
Dwight Howard var með myndarlega tvennu í leiknum, 26 stig og 17 fráköst en Tim Duncan var með 23 stig og 10 fráköst í liði Spurs.
Tilþrif næturinnar
Úrslit næturinnar
FINAL
1:00 PM ET
CHI
93
MIA
105
22 | 32 | 23 | 16 |
|
|
|
|
30 | 26 | 30 | 19 |
93 |
105 |
CHI | MIA | |||
---|---|---|---|---|
P | Deng | 19 | James | 24 |
R | Boozer | 20 | Bosh | 9 |
A | Belinelli | 3 | James | 6 |