spot_img
HomeFréttirLa Bruja de Oro með sigur í framlengingu

La Bruja de Oro með sigur í framlengingu

Manresa tókst að landa nýjum styrktaraðila á dögunum og leika þeir Haukur Helgi Pálsson og félagar nú undir nafninu La Bruja de Oro í ACB deildinni á Spáni en við höfum jafnan greint frá liðinu Manresa.
 
Nú með nýju nafni virðast koma nýjir og ferskir vindar því Haukur og félagar lönduðu spennusigri um helgina í framlengingu gegn Ucam Murcia. Lokatölur 103-100 fyrir La Bruja de Oro. Haukur Helgi lék í rúmar fimm mínútur í leiknum en náði ekki að skora en tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þrátt fyrir sigurinn eru Haukur og félagar enn á botni deildarinnar, nú með 6 sigra og 23 tapleiki.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -