Oddaviðureign Keflavíkur og Vals í Domino´s deild kvenna fer fram í kvöld kl. 19:15 í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ. Síðustu daga fyrir stórleik kvöldsins vorum við með spurningu í gangi. Spurt var: ,,Hvort liðið kemst í úrslit Domino´s deildar kvenna?”
Eins og gefur að skilja voru svarmöguleikarnir Keflavík eða Valur. Valskonur unnu nauman sigur í kosningunni, fengu 52,17% atkvæða en Keflavík fékk 47,83% atkvæða.
Hvor hópur þessara lesenda Karfan.is hefur rétt fyrir sér kemur í ljós síðar í kvöld.
Nú höfum við smellt inn annarri könnun og spyrjum hvort liðið verði Íslandsmeistari í Domino´s deild karla, Stjarnan eða Grindavík.